Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gulltryggðu 1. deildina í Garðinum (Öll mörkin í myndum)
Laugardagur 9. september 2017 kl. 17:00

Gulltryggðu 1. deildina í Garðinum (Öll mörkin í myndum)

- Njarðvíkingar í Inkasso-deildinni að ári

Njarðvíkingar munu leika í 1. deild, Inkassodeildinni, að ári á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þeir gulltryggðu sætið í næst efstu deild með sigri á Víði í Garðinum nú áðan, með þremur mörkum gegn tveimur heimamanna.

Njarðvíkingar komust yfir í leiknum eftir vítaspyrnu sem Andri Fannar Freysson skoraði úr. Staðan í hálfleik var 0:1.

Í síðari hálfleik jafnaði Róbert Örn Ólafsson leikinn fyrir Víðismenn. Hann tók frákastið eftir að Njarðvíkingar höfðu varið vítaspyrnu og skoraði.

Þegar 10 mínútur voru til leiksloka kom Pawel Grudzinski Víðismönnum í forystu í leiknum.

Fimm mínútum fyrir leikslok jafnaði Kenneth Hogg fyrir Njarðvíkinga og spennan var þvílík.

Það var svo á lokasekúndum í uppbótartíma sem Arnór Björnsson skoraði glæsilegt mark fyrir Njarðvík og tryggði þeim sigur og gulltryggði sætið í næst efstu deild að ári.

Njarðvík er núna með 44 stig í 1. sæti deildarinnar, Magni er með 39 stig og Víðir í 3. sæti með 34 stig. Víðismenn verða að vinna næsta leik og Magni að tapa. Ef það verður niðurstaðan eftir næstu umferð þá verður hreinn úrslitaleikur í Garði um það hvort Víðir eða Magni fylgja Njarðvík upp úr 2. deildinni.

Myndirnar tók Hilmar Bragi í leiknum í Garði í dag.


0-1 Andri Fannar Freysson


1-1 Róbert Örn Ólafsson


2-1 Pawel Grudzinski


2-2 Kenneth Hogg


2-3 Arnór Björnsson



Hér að neðan má sjá upptöku af leiknum:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024