Gull og tvö silfur hjá NES
Íþróttafélagið Nes á Suðurnesjum fór á Íslandsmót í einstaklingskeppni í boccia til Vestmannaeyja þann 7. október síðastliðinn. Alls fóru 25 keppendur frá íþróttafélaginu og var uppskeran eitt gull og tvö silfur að þessu sinni. Það voru þau Arnar Már Ingibjörnsson sem vann gullið í 1. deild, Konráð Ragnarsson vann silfur í sömu deild og svo vann Sóley Valsdóttir silfur í 6. deild.