Gull hjá Soffíu og silfur hjá Sindra
Sundfólk frá ÍRB er nú statt á CIJ LUX mótinu í Lúxemborg með unglingalandsliðið Sundsambands Íslands. Á föstudag vann Soffía Klemenzdóttir til gullverðlauna og Sindri Þór Jakobsson setti nýtt piltamet og landaði silfurverðlaunum.
Sindri Þór Jakobsson setti nýtt piltamet í 200m flugsundi um leið bætti hann sitt eigið met sem hann setti á IM 50 núna í byrjun mánaðarins. Lokatími Sindra var 2.08.75, nýtt piltamet og silfurverðlaun hjá honum í hans aldursflokki. (Sigurtíminn 2.08.50).
Soffía Klemenzdóttir bætti sinn fyrri árangur í 200m flugsundi um rúmlega sekúndu og vann til gullverðlauna í sínum aldursflokki. Jóna Helena Bjarnadóttir bætti sinn fyrri tíma um í 400m skriðsundi og hafnaði í 4. sæti, og Gunnar Örn Arnarson bætti sinn fyrri tíma um 3 sek og lenti líka í 4. sæti, Sindri Þór bætti sig um tvær sek í fjórsundinu.
Mynd/ [email protected]– Liðsmenn ÍRB hafa gert það gott í lauginni undanfarið.