Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gull hjá Írisi á Norðurlandamótinu
Íris með gullið um hálsinn á neðri myndinni.
Mánudagur 17. desember 2012 kl. 09:19

Gull hjá Írisi á Norðurlandamótinu

Íris Ósk Hilmarsdóttir úr ÍRB vann gull í 200 metra baksundi og bætti Íslandsmetið og ÍRB metið í opnum flokki á Norðurlandamóti landsliða í sundi um helgina. Þá bætti hún líka ÍRB telpnametið í 50 metra baksundi. Hún náði flestum fina stigum af sundmönnum ÍRB eða 718 stigum en alls voru níu keppendur frá ÍRB á mótinu.

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir vann brons í 400 metra fjórsundi annað árið í röð. Hún náði sínum besta tíma á sundárinu í 100 metra bringusundi og jafnaði besta tíma sinn í 200 metra bringusundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristófer Sigurðsson bætti sitt eigið ÍRB piltamet í úrslitum í 400 skriðsundi og náði næst flestum fina stigum af sundmönnum ÍRB eða 701 stigi. Hann var einnig í tveimur boðsundsveitum sem bættu Íslandsmet.

Birta María Falsdóttir bætti sitt eigið ÍRB telpnamet í úrslitum í 800 metra skriðsundi og bætti tíma sinn umtalsvert í 100 metra skriðsundi og bætti split tíma mikið í boðsundi í 200 skrið. 

Berglind Björgvinsdóttir bætti sig í öllum bringusundsgreinunum sínum og synti í úrslitum öll kvöldin og  bætti tímann sinn í 200 metra skriðsund í boðsundinu.

Erla Sigurjónsdóttir bætti sig í 100 metra flugsundi og náði sínum öðrum besta tíma í 50 metra og 200 metra  sundunum og keppti í úrslitum tvisvar.

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir bætti sig í 50 metra flugsundi og synti í úrslitum en varð svo því miður veik.