Guðrún Jóna þjálfar Keflavíkurkonur
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir mun þjálfa Keflavík áfram eftir að hafa tekið við liðinu í sumar. Guðrún handsalaði samning við Ragnar Aron Ragnarsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar, til loka ársins 2026.
Keflvíkingar munu leika í 1. deild á næsta tímabili. Margir ungir og spennandi leikmenn hafa verið að fá tækifæri undanfarið og verður áhugavert að fylgjast með þeirra framgangi, segir í frétt frá Keflavík.
Guðrún Jóna lék á sínum tíma 360 leiki með KR og á að baki 25 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún hefur m.a. þjálfað hjá Haukum, Þrótti, FH og KR.