Guðný í hópnum gegn Serbum
Guðný Petrína Þórðardóttir verður í leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Serbum á Laugardalsvelli á morgun. Í reynd verður sami hópurinn og mætti Frökkum þann 16. júní en Guðný kom ekki við sögu í þeim leik.
Leikurinn hefst kl. 21:15 á Laugardalsvelli en þess má geta að leikmaðurinn knái Vesna Smiljokovic verður í leikmannahópi Serba annað kvöld en Vesna leikur með Keflavík svo líkur eru á því að hún og Guðný mætist á þjóðarleikvanginum.
VF-mynd/ Guðný Petrína í leik gegn ÍR fyrr á þessu tímabili.