Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðni og Rúnar fengu gullmerki KSÍ
Þriðjudagur 18. desember 2007 kl. 15:21

Guðni og Rúnar fengu gullmerki KSÍ

Þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Hermann Hreiðarsson voru í gær útnefnd knattspyrnumenn ársins 2007 af Knattspyrnusambandi Íslands við hátíðlegt tilefni í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Af sama tilefni voru þeir Rúnar Arnarson formaður KSD Keflavíkur og Guðni Kjartansson fyrrum fyrirliði og þjálfari Keflavíkur og íslenska landsliðsins sæmdir gullmerki KSÍ.

 

Gullmerki KSÍ fá þeir sem hafa unnið að knattspyrnuíþróttinni langvarandi og þýðingarmikil störf. Þá voru nokkrir einstaklingar sem starfa eða hafa starfað að knattspyrnunni í Keflavík sæmdir silfurmerki KSÍ. Þá hafa þessir aðilar unnið vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur.

 

Þeir frá Keflavík sem fengu silfurmerki KSÍ voru þeir Kári Gunnlaugsson, Gísli Jóhannsson, Ásbjörn Jónsson, Ragnar Örn Pétursson og Sigurður Friðjónsson.

 

Efri mynd: [email protected] - Rúnar Arnarson formaður KSD Keflavíkur.

 

Neðri Mynd: Hafliði Breiðfjörð, www.fotbolti.netGísli Hlynur Jóhannsson dómari tekur við silfurmerki sínu í höfuðstöðvum KSÍ. Með honum á myndinni er Geir Þorsteinsson formaður KSÍ.

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024