Guðni fór holu í höggi í sjötta sinn
Kylfingurinn Guðni Vignir Sveinsson úr Golfklúbbi Suðurnesja fór holu í höggi á Hólmsvelli í Leiru á miðnætti í gær. Það sem er afar merkilegt við draumhögg Guðna er að þetta var í sjötta sinn sem hann nær því.
Guðni sló með 8-járni á 16. brautinn sem er 122 metrar. Boltinn flaug allan tímann beint á holu og small beint í. Hreint magnað!
Guðni er kominn í hóp þeirra kylfinga sem hafa farið oftast holu í höggi hér á landi.