Guðni Emilsson í 33. sæti á afrekaskrá Evrópu
Sundlið ÍRB á tvo fulltrúa á topp 50 lista Evrópu í sundi. Í gær var greint frá því að Erla Dögg Haraldsdóttir væri í 16. sæti á listanum en þá er annar sundmaður frá ÍRB einnig á listanum.
Sá heitir Guðni Emilsson og er í 33. sæti fyrir árangur sinn í 50 metra bringusundi á nýafstöðnu Íslandsmóti í 25 metra laug.
www.umfn.is og www.keflavik.is