Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur valinn í landsliðið
Þriðjudagur 2. september 2008 kl. 15:53

Guðmundur valinn í landsliðið

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, valdi í dag Keflvíkingana Guðmund Steinarsson úr Keflavík og Jónas Guðna Sævarsson úr KR í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Noregi og Skotlandi.  Þeir koma í stað Ólafs Inga Skúlasonar og Theodórs Elmars Bjarnasonar sem eru meiddir.

Landsliðið heldur utan á morgun en leikið verður við Noreg í Osló næstkomandi laugardag en gegn Skotum hér heima, miðvikudaginn 10. september.  Þetta eru fyrstu leikir liðsins í undankeppni fyrir HM 2010 en úrslitakeppnin fer fram í Suður Afríku.


Hólmar Örn Rúnarsson úr Keflavík er einnig í liðinu. Guðmundur á að baki einn landsleik en hann kom inná sem varamaður í leik gegn Brasilíu árið 2002.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


VF-MYND/Þorgils: Guðmundur Steinarsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið.