Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur tekur fram skóna að nýju
Föstudagur 3. ágúst 2007 kl. 10:50

Guðmundur tekur fram skóna að nýju

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Andri Bjarnason frá Grindavík hefur ákveðið að taka fram takkaskóna að nýju en fyrir skemmstu lagði hann skóna á hilluna og sagði að ákveðin mál hefðu ekki verið framkvæmd nægilega vel. Þá tilkynnti Guðmundur framkvæmdastjóra Knattspyrnudeildar Grindavíkur að hann ætlaði að taka sér frí út sumarið.

 

Nú er svo búið að Guðmundur er að nýju kominn inn í hópinn hjá Grindavík og því óhætt að segja að málefnum hans hafi verið sinnt að svo stöddu. Hins vegar hefur Albert Högni Arason, liðsfélagi Guðmundar í Grindavík, ákveðið að ganga til liðs við ÍR í 2. deildinni og reyna fyrir sér með Breiðholtsliðinu út sumarið.

 

Heimild: www.umfg.is

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024