Guðmundur Steinarsson í fyrsta skipti í 2. deild
Njarðvík leikur fyrsta leik sumarsins í 2. deild í Mosfellsbæ í kvöld. Bliki frá Reading til UMFN.
Guðmundur Steinarsson og félagar hans í Njarðvík leika sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld þegar þeir fara í Mosfellsbæ og etja kappi við Aftureldingu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig markamaskínunni úr Keflavík gengur í 2. deildinni í sumar en Guðmundur gekk til liðs við Njarðvík í vetur.
Nýr leikmaður hefur bættist í leikmannahóp 2. deildarliðs Njarðvíkinga í knattspyrnu þegar Viktor Unnar Illugason kom að láni frá Breiðablik. Viktor á að baki um 70 leiki með Breiðablik, Val, Haukum og Selfoss í efstu og 1. deild ásamt 26 landsleikjum með U 17 og U 19. Viktor sem er 23 ára gamall samdi við Reading á Englandi sem unglingur og lék með yngri flokkum félagsins og varaliði í um þrjú ár.
Leikmannahópur okkar sem byrjar Íslandsmótið er hér fyrir neðan ásamt númeri leikmanna og fæðingarári.
Markverðir
1. Vignir Jóhannesson (1990)
21. Sindri Þór Skarphéðinsson (1994)
21. Eyþór Ingi Júlíusson (1993)
Útileikmenn
2 Ísleifur Guðmundsson (1991)
4 Árni Þór Ármannsson (1985)
6 Atli Már Jónsson (1987)
7 Lukasz Malesa (1993)
8 Rafn Markús Vilbergsson (1983)
9 Guðmundur Steinarsson (1979)
10 Garðar Sigurðsson (1987)
11 Viktor Unnar Illugason (1990)
12 Sigfús Pálsson (1995)
13 Þórður Rúnar Friðjónsson (1992)
14 Gunnar Oddgeir Birgisson (1992)
15 Ari Már Andrésson (1996)
16 Kristinn Örn Agnarsson (1983)
17 Daníel Gylfason (1993)
20 Kristinn Justiniano Snjólfsson 1992
21 Eyþór Ingi Júlíusson (1993)
22 Guðmundur Þór Brynjarsson (1979)
23 Eyþór Ingi Einarsson (1993)
30 Styrmir Gauti Fjeldsed (1992)Vikot