Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Guðmundur skoraði eftir 3 mínútur
Laugardagur 7. febrúar 2009 kl. 19:31

Guðmundur skoraði eftir 3 mínútur

 
Guðmundur Steinarsson stimplaði sig inn á þriðju mínútu þegar hann skoraði mark FS Vaduz í leik gegn Aarau í svissnesku deildinni í dag. Leiknum lauk 1-1 en gestirnir jöfnuðu í síðari hálfleik.
 
Guðmundur lék fyrstu 80. mínútur leiksins en honum var skipt út fyrir Stefán Þórðarson. FS Vaduz er í 8. sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var fyrsti leikur Guðmundar fyrir FS Vaduz.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024