Guðmundur Rúnar tapaði í bráðabana á Canon mótinu
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr Golfklúbbi Suðurnesja lék á pari á Canon ProAm-móti Nýherja sem fram fór á Hvaleyrinni í dag. Hann ásamt Sigurði Péturssyni úr GR og Inga Rúnari Gíslasyni úr GK, sem léku einnig á pari, þurftu því að fara í bráðabana þar sem sá sem sló næstur holu af 100 metra færi með sigur af hólmi. Var það Sigurður sem var næstur holu og sigraði því mótið.
Helgi Dan Steinsson úr GS lék á fjórum yfir pari og klúbbmeistarinn sjálfur, Helgi Birkir Þórisson, lék á fimm yfir pari.
Helgi Dan Steinsson úr GS lék á fjórum yfir pari og klúbbmeistarinn sjálfur, Helgi Birkir Þórisson, lék á fimm yfir pari.