Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur Rúnar og Heiður sigruðu í Leirunni
Guðmundur Rúnar og Heiður - klúbbmeistarar GS 2015.
Þriðjudagur 14. júlí 2015 kl. 15:17

Guðmundur Rúnar og Heiður sigruðu í Leirunni

Meistaramót GS 2015 fór fram í síðustu viku. Alls voru 105 keppendur og aldrei hafa fleiri konur tekið þátt. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson sigraði í meistaraflokki karla þriðja árið í röð og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir hjá kvenfólkinu a en hún sigraði með yfirburðum.

Guðmundur Rúnar þurfti að hafa mikið fyrir þessum titli því Sigurður Jónsson var kominn með aðra höndina á hann í lokahringnum. Sigurður átti þá 4 högg á Guðmund sem hins vegar spýtti í lófana svo um munaði og vann þau upp og gott betur með því að leika síðustu 9 holurnar á 3 undir pari. Sigurður lék hins vegar á tveimur yfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að nálgast úrslit úr öllum flokkum því að smella hér.

Verðlaunahafar í meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja 2015.