Guðmundur Rúnar og Heiður klúbbmeistarar
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja en meistaramótinu hjá GS lauk nú fyrir skömmu. Guðmundur Rúnar lék á 301 höggi og átti 14 högg á næstu menn. Heiður Björk lék á 355 höggum og átti 11 högg á Rut Þorsteinsdóttur sem var á 366 höggum.
Í fyrsta flokki karla var það Júlíus Jón Jónsson sem sigraði á 327 höggum en á eftir honum kom Ásgeir Eiríksson á 332 höggum ásamt Þóri Harðarsyni en sá fyrrnefndi sigraði í bráðabana.
Umspil um annað og þriðja sætið í meistaraflokki karla er nú í gangi.
Meistaraflokkur karla:
1. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson – 301 högg
2. Gunnar Þór Jóhannsson – 315 högg / Umspil
3. Ástþór Arnar Ástþórsson – 315 högg / Umspil í gangi
Meistaraflokkur kvenna:
1. Heiður Björk Friðbjörnsdóttir – 355 högg
2. Rut Þorsteinsdóttir – 366 högg
3. Magdalena Sirrý Þórisdóttir – 368 högg
1. flokkur karla:
1. Júlíus Jón Jónsson 327 högg
2. Ásgeir Eiríksson – 332 / Sigraði í bráðabana
3. Þór Harðarson – 332 högg
1.flokkur kvenna:
1. Rakel Guðnadóttir – 389 högg
2. Ólafía Sigurbergs – 397 högg
3. Sigurbjörg Gunnarsdóttir – 399 högg
2. flokkur karla:
1. Sigurður Garðarsson – 344 högg
2. Pétur Már Pétursson – 353 högg
3. Skúli Þ. Skúlason – 357 högg
55 ára og eldri:
1. Þorsteinn Geirharðsson – 331 högg
2. Rúnar Valgeirsson – 343 högg
3. Ingvar Ingvarsson – 355 högg