Guðmundur Rúnar klúbbmeistari í ellefta sinn
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, afrekskylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja, tryggði sér klúbbmeistaratitilinn í ellefta sinn þegar meistaramóti GS lauk í gær. Klúbbmeistari kvenna er Andrea Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri klúbbsins.
Guðmundur Rúnar lék hringina fjóra á 295 höggum (+7), næstur kom Pétur Þór Jaidee á 298 höggum (+10) og í þriðja til fjórða sæti lentu klúbbmeistarar síðustu tveggja ára, Logi Sigurðsson og Róbert Smári Jónsson á 299 höggum (+11).
Í meistaraflokki kvenna voru tveir þáttakendur skráðir til leiks. Andrea Ásgrímsdóttir sigraði á 344 höggum (+56) og önnur varð Rut Þorsteinsdóttir á 365 högggum (+77).