Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

 Guðmundur Rúnar klúbbmeistari GS eftir spennandi keppni
Laugardagur 9. júlí 2011 kl. 19:13

Guðmundur Rúnar klúbbmeistari GS eftir spennandi keppni

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson varð klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja eftir mjög spennandi keppni en meistaramótinu lauk í Leiru nú síðdegis. Sigurður Jónsson gat jafnað við Guðmund á síðustu flöt en pútt hans fór rétt framhjá og Guðmundur vann í fjórða sinn á ferlinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir lokahringinn var Davíð Jónsson með tveggja högga forskot á Sigurð og Guðmundur Rúnar var fjórum á eftir Davíð sem þarna vonaðist til að vinna sinn fyrsta meistaratitil hjá GS. Guðmundur fékk fugl á fyrstu holu en Davíð virtist kominn með aðra hönd á titilinn þegar níu holur voru eftir en þá var með fjögurra högga forskot á Guðmund og Sigurð.

Þeir tveir síðarnefndu duttu í stuð á síðustu níu holunum og Guðmundur fékk þrjá fugla á fyrstu þremur holunum og Sigurður tvo en Davíð tapaði höggi á 12. og 13. braut og þá var Guðmundur kominn í forystu. Þeir fengu allir fugl á 14. en Davíð á 15. flöt og jafnaði aftur við Guðmund, Sigurður höggi á eftir. Davíð urðu aftur á mistök á 16. braut þegar hann sló í vatnstorfæru og tapaði höggi á meðan hinir fengu par. Davíð bætti það upp með fugli á 17. flöt og jafnaði aftur við Guðmund og enn var Sigurður aðeins höggi á eftir þegar þeir félagar héldu á lokabrautina.

Allir voru með ágæt upphafshögg en annað höggið hjá Davíð fór í glompu við 16. flötina um 75 metra frá stöng en Guðmundur og Sigurður voru í ágætum málum rétt við 18. flötina. Davíð náði ekki góðu höggi úr glompunni og síðan mistókst honum illilega í næsta vippi líka þannig að möguleikar hans runnu út í sandinn. Guðmundur átti ekki gott vipp inn á flöt en Sigurður gerði betur og setti boltann um þrjá metra frá. Guðmundur Rúnar tryggði parið örugglega en með því að setja púttið ofan í gat Sigurður jafnað og þá hefði verið bráðabani um titilinn. Það tókst hins vegar ekki og Guðmundur stóð því uppi sem sigurvegari.

Davíð Jónsson tapaði forystunni á 13. braut í lokahringnum eða 67. holu mótsins. Hann missti flugið á síðustu níu holunum en náði þó að halda jöfnu við Guðmund Rúnar þar til á síðustu braut en þar...

fuku titilvonirnar þegar högg úr glompunni við 16. flöt misfórst og síðan næsta vipp á eftir.

Þetta 3 metra pútt Sigurðar Jónsson fór rétt framhjá til að jafna við Guðmund Rúnar. VF-myndir/pket.