Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur rifjar upp bestu mörk ferilsins
Miðvikudagur 18. maí 2011 kl. 10:38

Guðmundur rifjar upp bestu mörk ferilsins

Guðmundur Steinarsson framherji Keflvíkinga fagnaði merkilegum áfanga í vikunni er hann skoraði sitt 72. mark fyrir Keflvíkinga. Þar með jafnaði hann gamalt met föður síns Steinars Jóhannssonar og deila þeir nú nafnbótinni markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi. Guðmundur ætlar sér þó að slá metið og helst fyrr en síðar. Í Víkurfréttum á morgun rifjar Guðmundur upp sín eftirminnilegustu mörk á ferlinum með Keflavík en þar kemur Skaginn töluvert við sögu. Guðmundur mun jafnframt rifja upp erfiða andstæðinga og eftirminnileg atvik á ferlinum.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024