Guðmundur og Magnús framlengja við Keflavík
Fyrirliðinn Guðmundur Steinarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson hafa framlengt samninga sína við Keflavík til þriggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir Keflavíkur liðið, því báðir þessir leikmenn hafa verið að leika vel með liðinu í sumar.
Þeir hafa báðir verið lykilmenn í Keflavíkurliðinu í sumar og eiga stóran þátt í velgegni liðsins. Guðmundur hefur verið sérlega iðinn við kolann í sumar og hefur skorað 18 mörk fyrir Keflavík í 23 leikjum. Hann hefur leikið 144 leiki með Keflavík og skorað í þeim 63 mörk. Magnús hefur leikið 127 leiki með Keflavík og skorað 31 mark.
Mynd/Jón Örvar: Kristján Guðmundsson þjálfari, Magnús, Guðmundur og Þorsteinn Magnússon, formaður voru kátir eftir undirskriftina.