Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur með áttunda og Karen sjöunda
Klúbbmeistarar GS 2016, Guðmundur Rúnar og Karen Guðnadóttir en saman hafa þau unnið 15 sinnum.
Sunnudagur 10. júlí 2016 kl. 12:56

Guðmundur með áttunda og Karen sjöunda

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Karen Guðnadóttir urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja en vel heppnuðu meistaramóti lauk í gær. Guðmundur vann í áttunda sinn og Karen í sjöunda sinn.

Guðmundur vann nokkuð öruggan sigur í karlaflokki og hefur oftast þurft að hafa meira fyrir sigrinum en núna. Hann lék á 292 höggum og fyrsta hringinn á 3 undir pari, 69 höggum, sem var besta 18 holu skor mótsins. Björgvin Sigmundsson veitti honum keppni fram að lokadeginum en hann endaði á 305 höggum. Örn Ævar Hjartason varð þriðji á 310 höggum.

Karen lék mjög vel fyrstu tvo hringina og sérstaklega í öðrum hring þegar hún kom inn á fjórum höggum undir pari sem er nýtt vallarmet á Hólmsvelli í Leiru. Hún endaði á 302 höggum. Hin unga Kinga Korpak varð önnur á 334 höggum og þriðja Laufey Jóna Jónsdóttir á 343.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024