Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Guðmundur Leo Rafnsson í metasveit Íslands og Eva Margrét með gull
Landsveit Íslands, Guðmundur Leo er annar frá hægri.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 2. júní 2023 kl. 09:15

Guðmundur Leo Rafnsson í metasveit Íslands og Eva Margrét með gull

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eva Margrét með gull á fyrsta degi og boðsundsveit karla með silfur

Sundfólk úr ÍRB hóf keppni á Smáþjóðaleikunum á Möltu með landsliði Íslands í byrjun vikunnar. Guðmundur Leo Rafnsson synti 200 metra baksund þar sem hann hafnaði í fjórða sæti eftir hörkubaráttu. Eva Margrét Falsdóttir stakk sér síðan til sunds í 200 metra fjórsundi þar sem hún synti til sigurs á sínum besta tíma í greininni. Hún deildi gullverðlaununum með stúlku frá Andorra sem var á sama tíma.

Því næst stakk Guðmundur Leo sér aftur til sunds með boðsundssveit Íslands þar sem þeir unnu til silfurverðlauna í 4 x 100 metra skriðsundi karla.

Eva Margrét Falsdóttir, sundkona úr ÍRB, synti á sínum besta tíma í 200 metra fjórsundi. Hún er fyrir miðri mynd ásamt öðrum verðlaunahöfum.

Annar dagur Smáþjóðaleikana

Sundfólk ÍRB var í eldlínunni á öðrum degi Smáþjóðaleikana og þá synti Guðmundur Leo Rafnsson til úrslita í 100 metra baksundi og hafnaði í sjötta sæti alveg við sinn besta tíma. Eva Margrét Falsdóttir synti síðan til úrslita í 200 metra bringusundi og hafnaði í fjórða sæti á hennar besta tíma á árinu.

Þriðji dagur Smáþjóðaleikana á Möltu var mjög góður hjá sundfólki ÍRB

Eva Margrét Falsdóttir keppti til úrslita í 100 metra bringusundi og endaði í fimmta sæti á sínum besta tíma í greininni.

Guðmundur Leo Rafnsson var svo í stuði með landsveit Íslands sem sló sex ára gamalt met í 4 x 100 metra fjórsundi karla. Guðmundur Leo synti baksundsprettinn og synti á sínum besta tíma í greininni.

Þau keppa síðan bæði í dag á lokadegi leikanna, Guðmundur Leo keppir í 50 metra baksundi og Eva Margrét keppir í 400 metra fjórsundi.