Guðmundur Leo í tíunda sæti á Evrópumeistaramóti unglinga í Litháen
Guðmundur Leo Rafnsson, sundmaður ÍRB, lauk keppni í tíunda sæti á Evrópumeistaramóti unglinga sem var haldið í Litháen fyrstu vikuna í júlí. Hann byrjaði mótið á setja nýtt unglingamet í 50 metra baksundi.
Guðmundur Leo getur verið stoltur af árangri sínum og miðað við skráða tíma inn á mótið náði hann að vinna sig upp um tíu sæti í öllum greinum. Guðmundur Leo byrjaði mótið á setja nýtt unglingamet í 50 metra baksundi þar sem hann endaði í 25 sæti. Næsta grein hjá honum var 200 metra baksund þar sem hann synti sig inn í undanúrslit og lauk síðan keppni í þeirri grein í tíunda sæti, alveg við sinn besta tíma. Síðasta greinin á Evrópumótinu hjá honum var síðan 100 metra baksund þar sem hann hafnaði í 22. sæti, einungis 11/100 úr sekúndu frá sínum besta tíma.