Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur jafnaði leikjametið
Miðvikudagur 10. ágúst 2011 kl. 16:35

Guðmundur jafnaði leikjametið

Leikur Keflavíkur gegn FH í Pepsí-deild karla í knattspyrnu var sögulegur að mörgu leyti, en ekki síst vegna þess að Guðmundur Steinarsson jafnaði leikjamet Keflavíkur í efstu deild þar sem hann hefur nú leikið 214 leiki. Fyrsti leikur Guðmundar var þann 29. ágúst 1996 þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 sigri á Val á Keflavíkurvelli. Guðmundur kom þá inn á fyrir Jóhann Birni Guðmundsson á 82. mínútu leiksins en Guðmundur og Jóhann eru einu leikmennirnir sem léku þann leik og eru enn að leika með Keflavík.

Aðrir leikmenn Keflavíkur í þessum fyrsta leik Guðmundur voru Ólafur Gottskálksson, Jakob Jónharðsson, Kristinn Guðbrandsson, Karl Finnbogason, Gestur Gylfason, Ragnar Steinarsson, Róbert Sigurðsson, Kristján Jóhannsson, Eysteinn Hauksson, Guðjón Jóhannsson, Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Steinarsson, bróðir Guðmundar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur deilir nú leikjametinu með Sigurði Björgvinssyni sem lék 214 leiki fyrir Keflavík á árunum 1976-1994. Það þarf auðvitað ekki að taka fram að Guðmundur jafnaði einnig markamet Keflavíkur fyrir stuttu og deilir því meti eins og er með föður sínum, Steinari Jóhannssyni. Það styttist því væntanlega í að Guðmundur verði bæði leikja- og markahæsti leikmaður Keflavíkur í efstu deild.