Guðmundur í landsliðshópnum gegn Möltu
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem heldur til Möltu og leikur þar vináttulandsleik miðvikudaginn 19. nóvember. Guðmundur Steinarsson úr Keflavík er í hópnum. Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson sem gekk á dögunum til liðs við GAIS frá Keflavík er einnig í hópnum. Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni en það er Garðar Jóhannsson leikmaður með Fredrikstad í Noregi.
Landsliðshópurinn er þannig skipaður:
Markmenn:
Arni Gautur Arason (Odd Grenland)
Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson (Portsmouth)
Indriði Sigurðsson (Lyn)
Grétar Rafn Steinsson (Bolton)
Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Sölvi Geir Ottesen Jónsson (Sönderysk E)
Hallgrímur Jónasson (GAIS)
Miðjumenn:
Emil Hallfreðsson (Reggina)
Birkir Már Sævarsson (Brann)
Aron Einar Gunnarsson (Coventry)
Pálmi Rafn Pálmason (Stabæk)
Helgi Valur Daníelsson (Elfsborg)
Arnór Smárason (Heerenveen)
Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Sóknarmenn:
Heiðar Helguson (Bolton)
Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk)
Garðar Jóhannsson (Fredrikstad)