Guðmundur biðst afsökunar á ummælum
Óskar Stefan góðs bata
Guðmundur Steinarsson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum á Twitter í kjölfar þess að Stefan Bonneau meiddist illa í leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í gær. Guðmundur er þjálfari knattspyrnuliðs félagsins en hann birti tíst í gær sem fór fyrir brjóstið á mörgum Njarðvíkingum. Málið olli nokkru fjarðrafoki í dag, en knattspyrnudeildin mun taka málið til umræðu í kvöld.
Bið stjórn,stuðningsmenn, leikmenn,þjálfara UMFN og ekki síst Stefan afsökunar á tísti mínu í gærkvöldi. Óska ég um leið Stefan góðs bata.
— Gummi Steinars (@gummisteinars) March 22, 2016