Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Guðmundur Andri snýr aftur í raðir Grindvíkinga
Þriðjudagur 3. ágúst 2010 kl. 08:38

Guðmundur Andri snýr aftur í raðir Grindvíkinga


Guðmundur Andri Bjarnason er á ný genginn í lið Grindvíkinga í Pepsideildinni. Hann hefur undanfarið leikið með Reyni Sandgerði. Guðmundur Andri er bróðir Ólafs Arnar Bjarnasonar sem hefur tekið við þjálfun Grindavíkurliðsins.

Guðmundur Andri er 29 ára gamall. Hann spilaði 14 leiki með Reyni í 2. deildinni og VISA-bikarnum í sumar. Árin 2008 og 2009 lék hann með Fjarðabyggð en fyrir það allan sinn feril með Grindavík.
Hann er fjórði leikmaðurinn sem Grindavík fær til sín í félagaskiptaglugganum.
Áður hafði Ólafur Örn komið sem leikmaður frá Brann í Noregi, Hafþór Ægir Vilhjálmsson frá Val og Makedóníumaðurinn Gjorgi Manevski.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024