Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur Andri skrifar undir hjá Reyni
Þriðjudagur 19. janúar 2010 kl. 08:36

Guðmundur Andri skrifar undir hjá Reyni


Varnarmaðurinn Guðmundur Andri Bjarnason hefur skrifað undir 2ja ára samning við knattspyrnudeild Reynis í Sandgerði. Guðmundur lék lengst af með Grindavík og lék með liðinu 77 leiki á Íslandsmótinu, þar af 67 leiki í úrvalsdeildinni. Árið 2008 fór hann yfir í Fjarðarbyggð þar sem hann spilaði 43 leiki í öllum keppnum. Þessi reynslumikli leikmaður þykir góður fengur fyrir knattspyrnulið Reynis sem ætlar sér stóra hluti í sumar, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu félagsins.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd - Guðmundur Andri lék áður með liði Grindavíkur.