Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Guðmundur æfir með Brönshoj
Miðvikudagur 3. ágúst 2005 kl. 13:45

Guðmundur æfir með Brönshoj

Guðmundur Steinarsson framherji Keflavíkur í Landsbankadeildinni, mun æfa fram á fimmtudag með liðinu OB frá Óðinsvé, þar sem hann er staddur á reynsluæfingum. Guðmundur ætti að vera klár í slaginn á sunnudag þegar heimaleikur Keflavíkur og Þróttara fer fram.

Guðmundur Steinarsson hefur staðið sig vel í framlínu Keflvíkinga í sumar og gert 5 mörk í Landsbankadeildinni í 12 leikjum.

Guðmundur er ekki ókunnugur Danmörku þar sem hann lék með Brönshoj í dönsku 1. deildinni árið 2003 og gerði hann nokkur mörk þar ytra. Hann kom svo heim um sumarið og gekk í raðir Fram en náði sér ekki á strik fór aftur til Brönshoj.

Hann var svo kominn aftur til sinna gömlu félaga í Keflavík í fyrrasumar og hefur leikið með þeim síðan.

OB er í fimmta sæti dönsku deildarinnar sem er nýhafin, aðeins 3 umferðir búnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024