Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundarbikarinn afhentur á lokahófi HKR
Föstudagur 21. maí 2010 kl. 23:26

Guðmundarbikarinn afhentur á lokahófi HKR


Lokahóf Handknattleiksfélags Reykjanesbæjar, HKR, árið 2010 var haldið sunnudaginn 16. maí sl. í Virkjun. Hápunktur dagsins var þegar Handknattleiksmaður HKR árið 2010 var krýndur í fyrsta skipti. Það voru þjálfarar HKR sem stóðu að valinu og hlaut Theodór Sigurbergsson, leikmaður á yngra ári 5. flokks, Guðmundarbikarinn að launum. Það var Una Steinsdóttir, systir Guðmundar Kr. Steinssonar fyrsta formanns HKR, sem afhenti Guðmundarbikarinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í 8., 7. og 6. fl. fengu allir iðkendur viðurkenningarskjal og að auki var veittur eignarbikar fyrir bestu mætingu í sömu flokkum. Í 5. og 4. fl. voru veittir eignarbikarar fyrir mestu framfarir og besta leikmann, í 2./m.fl. fyrir mestu framfarir og fyrirmyndarleikmaður HKR árið 2010, Rósant Skúlason, fékk bikar að launum.