Guðjón Þórðarsson í viðræðum við Grindavík
Grindvíkingar virðast vera að semja við Guðjón Þórðarson um að taka að sér þjálfun liðsins. Samþykkt var á stjórnarfundi hjá Grindavík í dag að fara í formlegar samningaviðræður við Guðjón en þetta staðfesti Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í gærkvöldi.
Grindvíkingar hafa verið í leit að nýjum þjálfara frá því í byrjun mánaðarins eftir að ljóst var að Ólafur Örn Bjarnason myndi ekki halda áfram með liðið. Ólafur Örn hefur verið spilandi þjálfari hjá Grindvíkingum frá því í byrjun sumars 2010 en hann ætlar að einbeita sér að því að spila fótbolta sumar.