Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðjón þjálfar kvennalandsliðið
Mánudagur 12. desember 2005 kl. 18:23

Guðjón þjálfar kvennalandsliðið

Guðjón Skúlason var í dag ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik. Hann undirritaði tveggja ára samstarfssamning við KKÍ en þetta er í fyrsta skiptið sem Guðjón þjálfar landslið.

„Mér hefur ekki boðist að þjálfa landslið áður og það er ánægjulegt að fá svona boð,“ sagði Guðjón. „Evrópukeppnin í B-deildinni er framundan á næsta ári en það er fínn undirbúningstími sem við fáum fyrir keppnina þar sem hún hefst ekki fyrr en í september,“ sagði Guðjón í samtali við Víkurfréttir.

Guðjón verður áfram aðstoðarþjálfari hjá Keflavík ásamt því að æfa með liðinu. Það eru því Suðurnesjamennirnir Guðjón Skúlason og Sigurður Ingimundarson sem stjórna íslensku landsliðunum en Guðjón sagði að hann myndi örugglega leita í reynslubanka Sigurðar áður en langt um líður.

VF-mynd: Guðjón undirbýr hér eitt af fjölmörgum þriggja stiga skotum sem hann á að baki í körfuboltanum en hann var og er ein fremsta þriggja stiga skytta landsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024