Guðjón tekur formlega við Keflavíkurliðinu
Guðjón Þórðarson var í dag kynntur formlega sem þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur.
Guðjón kynnti áherslur sínar fyrir viðstöddum og sagði m.a. í samtali við Víkurfréttir að hann hygðist fara að vinna í leikmannamálum og liti sérstaklega til útlanda í því tilliti.
Hann mun stýra liðinu á fyrstu æfingu á nýju ári þann 4. janúar, en skildu leikmenn fá að sletta úr klaufunum um hátíðirnar?
„Þeir munu komast að því að það er betra að ganga varlega um gleðinnar dyr!“ segir Guðjón að lokum með bros á vör.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Guðjón og Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar.
Guðjón kynnti áherslur sínar fyrir viðstöddum og sagði m.a. í samtali við Víkurfréttir að hann hygðist fara að vinna í leikmannamálum og liti sérstaklega til útlanda í því tilliti.
Hann mun stýra liðinu á fyrstu æfingu á nýju ári þann 4. janúar, en skildu leikmenn fá að sletta úr klaufunum um hátíðirnar?
„Þeir munu komast að því að það er betra að ganga varlega um gleðinnar dyr!“ segir Guðjón að lokum með bros á vör.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Guðjón og Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar.