Miðvikudagur 13. febrúar 2002 kl. 22:13
Guðjón Skúlason lætur meiðslin ekki stöðva sig
Guðjón Skúlason körfuboltasnillingur varð fyrir því óláni að fá sýkingu aftan í læri um daginn og svo virtist sem hann myndi verða frá keppni í nokkurn tíma. Svo er þó ekki því Gaui mun spila á morgun með Keflvíkingum þegar þeir fá UMFG í heimsókn og því má búast við þriggjastigasýningu á þeim bæ.