Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðjón Pétur í landsliðinu í Eyjum
Laugardagur 6. júlí 2013 kl. 09:24

Guðjón Pétur í landsliðinu í Eyjum

Lið frá Suðurnesjum stóðu sig með prýði á Shell-mótinu 2013 sem haldið var í Vestmannaeyjum í 30. sinn um sl. helgi.

Einn af stóru viðburðum mótsins er landsleikur Shellmótsins þar sem Landsliðið leikur á móti Pressuliðinu. Hver þjálfari velur einn fulltrúa til að spila þennan leik. Á milli 1500-2000 manns sáu leikinn sem fór 1-1. Guðjón Pétur Stefánsson fór fyrir hönd Keflvíkinga og spilaði með Landsliði Shellmótsins. Í Pressuliðinu sem keppti á móti Landsliðinu voru Suðurnesjapeyjarnir Björn Bogi Guðnason úr Reyni/Víði, Pálmar Sveinsson úr Grindavík og Fróði K. Rúnarsson úr Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir eru af landsliðinu og Guðjóni Pétri í leiknum.