Guðjón og Grindvíkingar í hart
Þjálfarinn hefur stefnt knattspyrnudeild Grindavíkur
Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson hefur stefnt knattspyrnudeild Grindavíkur vegna vangoldinna launa og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 15. október nk. Frá þessu er greint á vefsíðu Vísis.
Guðjón gerði þriggja ára samning við Grindvíkinga árið 2011 en var gert að yfirgefa félagið eftir aðeins eitt ár og fall úr efstu deild með liðinu. Þá nýttu Grindvíkingar sér ákvæði í samning þar sem launalið var sagt upp frá áramótum 2012-13. Milan Stefán Jankovic tók svo við liðinu í janúar 2013.
Tengdar fréttir: Rétt hjá Þorsteini að vilja ekki Guðjón