Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 22:57

GUÐJÓN OG FRIÐRIK MEIDDIR

Í leiknum um hvort liðið yrði Meistari meistaranna 1999-2000 milli Keflavíkur og Njarðvíkur vakti athygli að landsliðsmennirnir Guðjón Skúlason og Friðrik Ragnarsson léku ekki með liðum sínum. Báðir eiga þeir við meiðsl að stríða en gera þó ráð fyrir að leika með liðum sínum í fyrstu umferð Íslandsmótsins. „Það var verið að laga eitthvað örlítið í hnénu á mér og besta tímasetningin til þess var núna“ sagði stórskyttan Guðjón Skúlason sem var að vonum ekki ánægður með ósigur sinna manna í leiknum. „Ég meiddist í baki fyrir skömmu og hef hvílt að undanförnu. Ég reikna þó með því að vera með gegn Þórsurum á föstudaginn“ sagði smiðurinn Friðrik Ragnarsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024