Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðjón heldur til Noregs
Mánudagur 14. nóvember 2011 kl. 13:53

Guðjón heldur til Noregs

Fyrirliði Keflvíkingar, Guðjón Árni Antoníusson hélt í morgun utan til Noregs þar sem hann mun reyna fyrir sér hjá tveimur norskum félögum. Annað þessara félaga er Start en þar leikur einmitt félagi hans og fyrrum fyrirliði Keflvíkinga, Haraldur Guðmundsson. Ekki er ljóst hvert hitt liðið er eða hvort þau séu fleiri en Start féll úr norsku úrvalsdeildinni nú fyrir skömmu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samningur Guðjóns Árna við Keflavík er útrunninn og hafa nokkur lið úr Pepsi-deildinni óskað eftir kröftum hans. Guðjón hefur verið orðaður við FH og Breiðablik en Keflvíkingar vilja ólmir halda þessum sterka leikmanni.