Guðjón fór holu í höggi
 Kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, Guðjón Kjartansson, sló draumahöggið á 8. braut á Fróðárvelli á Snæfellsnesinu í gær er hann fór holu í höggi. Guðjón, sem er 22 ára gamall, sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta væri í fyrsta skiptið sem hann léki völlinn og í fyrsta skiptið sem hann færi holu í höggi.
Kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, Guðjón Kjartansson, sló draumahöggið á 8. braut á Fróðárvelli á Snæfellsnesinu í gær er hann fór holu í höggi. Guðjón, sem er 22 ára gamall, sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta væri í fyrsta skiptið sem hann léki völlinn og í fyrsta skiptið sem hann færi holu í höggi.„Ég notaði 8 járn í örlitlum mótvindi en brautin var um 130 metrar,“ sagði Guðjón.
Með þessu höggi komst Guðjón í hinn eftirsótta Einherjaklúbb en í hann komast aðeins þeir sem fara holu í höggi. „Ég er nú bara frekar rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Guðjón.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				