Guðjón: "Er ekki með tilboð frá erlendum liðum"
Guðjón Þórðarson segist ekki hafa fengið tilboð um starf erlendis og afneitar öllum sögusögnum þess efnis. Þetta kom fram í samtali Guðjóns við Víkurfréttir fyrir stuttu.
"Ég hef ekki fengið tilboð frá liðum erlendis. Ég var hins vegar með tilboð erlendisfrá áður en ég gekk til liðs við Keflavík, en kaus frekar að koma hingað heim. Ég harma að það hafi þurft að frara svona, en ítreka óskir mínar um allt hið besta til Keflvíkinga."
Fyrr í dag staðfesti Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar, að deildin hyggðist leita réttar síns í málinu þar eð samningurinn hafi ekki verið uppsegjanlegur.