Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðjón: „Danni er listamaður með hanska“
Miðvikudagur 23. mars 2005 kl. 10:27

Guðjón: „Danni er listamaður með hanska“

Um helgina fór fram glæsileg hnefaleikakeppni á Broadway sem gekk vel í alla staði að sögn Guðjóns Vilhems Sigurðarsonar framkvæmdastjóra Hnefaleikafélags Reykjaness og sagði hann umgjörðina frábæra og var góð mæting á Broadway. Hann sagði „matarbox“ vera eitthvað til að keyra á í framtíðinni. Hnefaleikafélag Suðurnesja átti þrjá hnefaleikamenn sem börðust við Bretana sem mættir voru til Íslands, Þá Daníel Þórðarson, Skúla Vilbergsson og Skúla Ármannsson.

Daníel Þórðarson, sam var valinn hnefaleikamaður ársins 2004, vann sinn bardaga nokkuð örugglega „Danni er að boxa eins og engill, hann er einfaldlega listamaður með hanska. Hann sýndi hversu magnaður hnefaleikamaður hann er, hann er að vísu með litla keppnisreynslu, en það er engin tilviljun að hann var valinn boxari ársins 2004 á Íslandi. Hann fór í gegnum sinn bardaga eins og sá sem með valdið hefur, nýtti ógnarhraða og hélt sínum andstæðingi ávallt á hælunum, í hvert skipti sem Bretinn ætlaði að fara að framkvæma eitthvað þá refsaði Danni honum“ sagði Guðjón um Daníel.
Guðjón var sáttur með flesta hluti nema úrslitin úr tveimur bardögum „Skúli Ármanns var að vinna sinn bardaga með fáheyrðum yfirburðum, hann var 18-3 yfir á skorkortunum hjá dómurum og andstæðingurinn átti enga undankomuleið, en í síðustu lotunni fékk hann olnbogaskot beint í nefið og hann fékk slæman skurð á nefið og í staðinn fyrir að fara í skorbækurnar og dæma Skúla sigur þar sem að Bretinn gaf honum ólöglegt högg ráðfærði aðaldómarinn sig ekki við aðstoðardómara og dæmdi Bretanum sigur.“ Skúli „Tyson“ Vilbergsson var einnig með unninn bardaga að mati Guðjóns og flestra sem sáu bardagann en enga að síður var andstæðingnum dæmdur sigur „Ég var alveg öruggur með að hann væri með unninn bardaga, bardaginn var dæmdur hnífjafn en oddadómari(sem var Breti) dæmdi Skúla í óhag. Að mínu mati var þetta ekki einu sinni jafn bardagi því Skúli var miklu betri, hann meira að segja vankaði Bretann. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er ósáttur við dómgæslu í boxi. Að sjá Skúla „Tyon“ koma svona tilbaka eftir 18 mánaða stopp, sýnir hversu náttúrulega hæfileika hann hefur“ Guðjón var virkilega ánægður með strákana frá Hnefaleikafélagi Reykjanes og sagði Skúlana vera sigurvegara um helgina þrátt fyrir að þeim hafi verið dæmdur ósigur og að þeir allir geti borið höfuðið hátt.

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir næstu boxkeppni sem mun fara fram í Ljónagryfjunni í byrjun maí og mæta kapparnir frá Hnefaleikafélagi Reykjanes að sjálfsögðu þangað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024