Guðjón Árni ráðinn yfirþjálfari yngriflokka hjá Reyni og Víði
Sér um stefnumótun en þjálfar ekki flokka
Sameiginlegt unglingaráð Reynis og Víðis skrifaði á dögunum undir 5 ára ráðningarsamning við knattspyrnumanninn góðkunna Guðjón Árna Antoníusson sem leikið hefur með Keflavík og FH lengst af en hóf feril sinn hjá Víði, enda uppalinn Garðmaður.
Guðjón mun starfa sem yfirþjálfari yngriflokka án þess þó að þjálfa flokka sjálfur en Guðjón mun hafa umsjón með stefnumótunarvinnu fyrir yngriflokka félaganna tveggja. Guðjón er menntaður íþróttafræðingur og hefur lokið 4. stigi þjálfaramenntunar KSÍ.