Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Guðjón Árni nýr Metabolicþjálfari
Þriðjudagur 27. ágúst 2013 kl. 14:19

Guðjón Árni nýr Metabolicþjálfari

Knattspyrnumaðurinn knái Guðjón Árni Antoníusson hefur gengið til liðs við Metabolic þjálfunarstöðuna í Reykjanesbæ þar sem hann mun aðstoða Suðurnesjamenn við að komast í gott form í vetur samhliða íþróttakennslu og knattspyrnuiðkun með FH.

Guðjón Árni, sem er íþróttafræðingur úr Garðinum, spilaði lengi með Keflavík hefur verið fyrirliði FH um skeið en hann hefur lítið spilað í sumar vegna ítrekaðra höfðuhögga sem hann hlaut á æfingum í byrjun sumars. Guðjón er allur að koma til og hlakkar mikið til að takast við nýjar áskoranir hjá Metabolic þar sem vetrarstarfið er komið á fullt og greinilegt að Suðurnesjamenn ætla að velja faglega þjálfun í vetur. Þar mun Guðjón koma sterkur inn með sína menntun og reynslu.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024