GS sigrar PS á púttmóti
Hin árlega innanhússpúttkeppni á milli Golfklúbbs Suðurnesja og Púttklúbbs Suðurnesja, fór fram þann 8. janúar.
GS menn fengu 9 og hálfan vinning á móti 8 og hálfum vinningi PS og báru sigur úr býtum. Var þetta í fyrsta sinn frá árinu 1999 sem GS meðlimir sigra á þessu móti. Keppnin fór annars vel og drengilega fram eins og við var að búast og voru veitingar fram boðnar af Ragnari Fr. Jónssyni að móti loknu. Kunna púttarar honum bestu þakkir fyrir.
Næsta keppni PS, er svo baráttan um Rastarskjöldinn, sem verður fimmtudaginn 12 janúar nk. kl 13.
GS menn fengu 9 og hálfan vinning á móti 8 og hálfum vinningi PS og báru sigur úr býtum. Var þetta í fyrsta sinn frá árinu 1999 sem GS meðlimir sigra á þessu móti. Keppnin fór annars vel og drengilega fram eins og við var að búast og voru veitingar fram boðnar af Ragnari Fr. Jónssyni að móti loknu. Kunna púttarar honum bestu þakkir fyrir.
Næsta keppni PS, er svo baráttan um Rastarskjöldinn, sem verður fimmtudaginn 12 janúar nk. kl 13.