Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 6. júlí 2008 kl. 23:00

GRV vann, Víðismenn töpuðu

Kvennalið GRV, sameinað lið Grindavíkur, Reynis og Víðis, vann stórsigur á Haukum í 1. deild kvenna í dag, 5-1.
 
Eftir sigurinn er GRV í þriðja sæti riðilsins, þó með jafn mörg stig og ÍBV sem er í öðru sæti með betri markahlutfall.
 
Þá biðu Víðismenn sinn fyrsta ósigur í 2. deild karla í sumar þegar þeir lutu í gras fyrir Magna á Grenivík, 3-1. Þeir eru enn í 3. sæti 2. deildarinnar.
 
Atli Hólmbergsson skoraði mark Víðis og kom þeim yfir á 53. mínútu, en heimamenn voru sterkari á lokasprettinum og gerðu 3 mörk.
 
Björn Bergmann Vilhjálmsson, framherji Víðis, fékk að líta rauða spjaldið á 77. mínútu leiksins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024