Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

GRV Suðurnesjameistarar
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 15:33

GRV Suðurnesjameistarar

GRV, sameinað lið Grindavíkur, Reynis og Víðis, varð Suðurnesjameistari í 4. flokki A og B liða í gær í kvennaknattspyrnu. Bæði liðin báru sigurorð af Keflavík. A liðið sigraði Keflavík 4-1 og B lið GRV sigraði Keflavík 5-1.

 

Sannarlega frábær árangur hjá GRV en 4. flokkur hefur þegar orðið Íslandsmeistari, Faxaflóameistari og hafnaði í 2. sæti á Símamótinu í Kópavogi.

 

Á föstudag mætast GRV og Keflavík á nýjan leik en þá í 3. flokki og er um að ræða undanúrslitaleik sem fram fer á Sandgerðisvelli kl. 18:00. Það lið sem sigrar í leiknum mætir annað hvort Breiðablik eða Víking í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024