GRV steinlá heima: Óviðunandi leikjaniðurröðun
Afturelding rótburstaði GRV 1-8 í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær þegar liðin mættust á Grindavíkurvelli. Eftir leik gærkvöldsins er Afturelding komin í 2. sæti deildarinnar með 32 stig en GRV situr í 6. sæti með 15 stig.
Engan skyldi undra að liðsmenn GRV hefðu verið örmagna eftir leik í gærkvöldi enda flestir leikmenn liðsins einnig að spila með 2. flokki félagsins og margir því að leika sinn þriðja leik á þremur dögum. Algjörlega óskiljanlegt hvernig leikjaniðurröðunin fer fram og
Álag af þessu tagi er algerlega óviðunandi fyrir íþróttamenn og ljóst að skoða þarf betur hvernig leikjum er niðurraðað hjá Knattspyrnusambandi Íslands.