Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

GRV steinlá heima: Óviðunandi leikjaniðurröðun
Föstudagur 24. ágúst 2007 kl. 17:29

GRV steinlá heima: Óviðunandi leikjaniðurröðun

Afturelding rótburstaði GRV 1-8 í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær þegar liðin mættust á Grindavíkurvelli. Eftir leik gærkvöldsins er Afturelding komin í 2. sæti deildarinnar með 32 stig en GRV situr í 6. sæti með 15 stig.

 

Engan skyldi undra að liðsmenn GRV hefðu verið örmagna eftir leik í gærkvöldi enda flestir leikmenn liðsins einnig að spila með 2. flokki félagsins og margir því að leika sinn þriðja leik á þremur dögum. Algjörlega óskiljanlegt hvernig leikjaniðurröðunin fer fram og minni félögum á landsvísu síður en svo til framdráttar.

 

Álag af þessu tagi er algerlega óviðunandi fyrir íþróttamenn og ljóst að skoða þarf betur hvernig leikjum er niðurraðað hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

 

[email protected]

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024