GRV sigraði á Ísafirði
Lið GRV vann góðan sigur á BÍ á Ísafirði í 1. deild kvenna í gær, 5-1. Þær eru þar með komnar í 4. sæti A-riðils eftir 5 umferðir.
GRV hafði nokkra yfirburði í leiknum og komust yfir á 10. mínútu með marki frá Petru Rós Ólafsdóttur. Margrét Albertsdóttir bætti öðru marki við fyrir hálfleik með glæsilegu skoti af löngu færi.
Eftir hálfleik skoraði Þórkatla Sif Albertsdóttir þriðja markið og Margrét bætti við öðru marki sínu og því fjórða fyrir GRV.
Vestfirðingar klóruðu í bakkann með marki eftir hornspyrnu, en Margrét Albertsdóttir gerði sér lítið fyrir og fullkomnaði þrennuna með góðu skallamarkið áður en leikurinn var úti
Mynd: GRV-stúlkur á æfingu