GRV með óvæntan sigur á Stjörnunni
Sameinað lið Grindavíkur, Reynis S. og Víðis, GRV, vann óvæntan sigur á toppliði Stjörnunar í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Lokatölur leiksins urðu 1-0 en leikið var á Grindavíkurvelli. Það var Margrét Albertsdóttir sem skoraði sigurmark GRV á 25. mínútu og þar með er lið GRV búið að vinna tvo leiki á þessari leiktíð. Sigurinn í kvöld var jafnframt fyrsti heimasigur liðsins í Pepsi-deildinni.
Liðið er með sex stig eftir fimm leiki og situr í 7. sæti deildarinnar. Fylkir trónir á toppnum með 13 stig en deildin virðist ætla að verða jöfn og skemmtileg í sumar. Sigur GRV kemur mjög á óvart því liðið tapaði 6-0 fyrir Val í síðustu umferð.
Lið Keflavíkur situr í fallsæti með ekkert stig en mætir ÍR í uppgjöri botnliðanna á Sparisjóðsvellinum kl. 17:00 á morgun.
Staðan
Mynd/Bjarni Már Svavarsson: Margrét Albertsdóttir t.h. skoraði sigurmark GRV í kvöld.