GRV leikur til úrslita
Úrslitaleikur GRV og ÍR um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna fer fram á Njarðvíkurvelli kl. 14:00 í dag, laugardaginn 6. september. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á morgun en var flýtt um einn dag.
Stelpurnar hafa staðið sig vel í sumar undir stjórn Gunnars M. Jónssonar, þjálfara. Þær hvetja alla til að mæta á leikinn og styðja í þessari baráttu. Stuðningurinn getur algjörlega skipt sköpum. Leikurinn í dag er sá síðasti á tímabilinu og kemur ekkert annað en sigur til greina. Þær vilja bikarinn heim.